Stefnur

Það er stefna Sóma að vera leiðandi í allri starfsemi sinni og að fyrirtækið framleiði ávallt gæðavörur úr ferskustu hráefnunum hverju sinni. Fyrirtækið leitast við að framleiðsla og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina með gæða- og öryggismál í fyrirrúmi. Sómi einsetur sér að vera í fremstu röð í allri starfsemi, vinna að stöðugum umbótum og að starfa ávallt í sátt við umhverfi og samfélag. Ávallt skulu mannauðs-, öryggis-, gæða- og umhverfismál höfð í fyrirrúmi og stöðugt skal vinna að umbótum þar á. Sómi skal vera eftirsóknarverður og öruggur vinnustaður þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi.

Framtíðarsýn

Við stefnum að því að vera áfram leiðandi fyrirtæki í matvælaiðnaði og vera ávallt fyrsta val neytenda og annarra viðskiptavina, framleiða ávallt örugg matvæli í miklum gæðum og vera öflug í vöruþróun og nýjungum á tilbúnum mat fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Gildi Sóma eru þrjú, gæði, ferskleiki og stöðugleiki og marka þau hegðun okkar og ákvarðanir.

Gæði: Mikið er lagt upp úr öryggi og gæðum matvæla. Við framleiðum ávallt fyrsta flokks matvæli úr gæðahráefnum og leggjum metnað í að upplifun viðskiptavina sé ánægjuleg.

Ferskleiki: Við framleiðum ferskar vörur daglega og leggjum mikið upp úr því að nota ávallt besta fáanlega hráefnið hverju sinni.

Stöðugleiki: Vörurnar okkar eiga alltaf að vera eins og því sýnum við aga í vinnubrögðum og vinnum eftir ströngum ferlum til að tryggja stöðugleikann og framleiðum fyrsta flokks vöru sem viðskiptavinir geta treyst.

FERSKT Á FERÐINNI * FRESH TO GO