Greiðsluskilmálar

GREIÐSLUSKILMÁLAR

 

Afhending vöru
Þegar verslað er á heimasíðu Sóma ehf er hægt að velja á milli þess að sækja vöruna í Gilsbúð 9, Garðabæ eða að fá hana heimsenda. Boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu þegar keyptir eru 4 bakkar eða fleiri en fyrir 1-3 bakka er innheimt 1.500kr sendingargjald.

Á virkum dögum eru sendingar keyrðar út á milli 7:00 og 16:00 en á laugardögum er keyrt út á milli 8:00 – 10:00 og 10:00 – 12:00.

Sómi ehf er með opið á milli 8:00 og 16:00 á virkum dögum og á laugardögum milli 8:00 og 12:00. Pantanir verða að vera sóttar á opnunartíma. Lokað er á sunnudögum.

Allar pantanir eða afpantanir þurfa að berast Sóma ehf fyrir 15:30 síðasta virka dag fyrir afhendingu, sé verið að panta fyrir mánudag þarf pöntun að berast fyrir 15:30 föstudaginn á undan.

 

Verð
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara.

 

Greiðslur
Greiða þarf vörurnar áður en varan fer út úr húsi hjá Sóma ef um heimsendingu er að ræða. Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar hf. Einnig er hægt er að greiða með millifærslu úr heimabanka og  senda greiðslukvittun á netfangið: somi@somi.is.

Ef varan er sótt er hægt að staðgreiða eða greiða með greiðslukortum vð afhendingu.

 

Skila- og endurgreiðsluréttur
Enginn skila- og endurgreiðsluréttur er á vörunum. En komi upp galli á vörunum er hvert mál skoðað fyrir sig.

 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samkvæmt íslenskum lögum. Ef kemur upp ágreiningur milli kaupenda og seljanda vegna skilmála Sóma ehf, verður málinu vísað til íslenskra dómstóla.

 

Sómi ehf
Gilsbúð 9
210 Garðabær

Sími: 565 6000
Kt. 6302932279
VSK númer: 36878

Email: somi@somi.is