Spurt og svarað
Hvað er kaldpressun?
Kaldpressun er aðferð til þess að ná safanum úr ávöxtunum og grænmetinu án tilkomu hitameðhöndlunar, þetta tryggir ferskt bragð og varðveitir næringarefnin sem best.
Hvað er HPP?
Flest viljum við hafa safa eins ferskan og kostur er en það getur þýtt að hann geymist einungis í stuttan tíma. HPP (High Pressure Processing) er byltingarkennd nýjung þar sem líftími vöru er lengdur með því að nota þrýsting í stað hitameðhöndlunar eða aukefna. Við það haldast upprunarleg næringarefni í safanum sem best á sama tíma og matvælaöryggi er tryggt með því að drepa skaðlegar bakteríur, eftir stendur safi sem er bæði góður á bragðið og góður fyrir líkama og sál.
Úr hverju er safinn gerður?
Safinn er gerður úr ferskri uppskeru ávaxta og grænmetis, engin óþarfa aukefni.
Er viðbættur sykur?
Nei! Það er enginn viðbættur sykur í söfunum okkar. Eini sykurinn er ávaxtasykur frá náttúrunnar hendi.
Af hverju skilur safinn sig?
Engar áhyggjur. Vissir þú að ef safi skilur sig þá er það merki um að hann sé ferskur. Þar sem að safarnir okkar eru aldrei hitameðhöndlaðir né innihalda óþarfa aukefni þá gerist það náttúrulega ferli að aldinkjötið skilur sig frá safanum og sekkur niður á botninn. Þetta kann að líta undarlega út í búð, en þetta er merki um gæði. Hristið alltaf kaldpressuðu safana okkar vel fyrir notkun!
Hvernig eru umbúðirnar?
Flöskurnar okkar eru vistvænar, gerðar úr 25% lífplasti (biobased plastic) og 75% endurunnu plasti (RPET). Að auki notum við eingöngu gegnsæja tappa sem innihalda engin litarefni, þannig er hægt að endurvinna tappana betur.
Af hverju eru flöskurnar ekki alveg glærar á litinn?
Flöskurnar okkar eru aðeins dekkri en venjulegar PET flöskur. Þetta er vegna þess að þær eru gerðar úr endurunnu efni sem er unnið úr gráum, bláum og gegnsæjum flöskum.
Eru umbúðirnar lausar við BPA?
Já
Má endurvinna flöskurnar?
ÓJÁ, flöskurnar eru skilagjaldsskyldar og þar af leiðandi flokkaðar með öðrum flöskuumbúðum. Við hvetjum þig til að fara með flöskurnar á næstu endurvinnslustöð, í kjölfarið heldur þú hringrásinni gangandi svo hægt sé að endurvinna flöskurnar aftur og færð 16 kr. fyrir hverja flösku.
FERSKT Á FERÐINNI * FRESH TO GO