Að panta veislubakka

Á hvaða tíma er hægt að fá veislubakkana afhenta?

Vöruafgreiðsla og dreifing (útkeyrsla) alla virka daga á milli kl. 8:00 og 16:00 og á laugardögum milli 8:00 og 12:00.

 

Hvenær get ég fengið veislubakkana afhenta sem allra fyrst, ef ég fæ þá senda?

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:30 daginn áður. Ef þú vilt fá vörurnar afhentar á þriðjudagsmorgun þarftu að panta fyrir kl. 15:30 á mánudegi.

Til að fá bakkana afhenta á mánudögum þurfa pantanir að berast eigi síðar en á föstudögum fyrir klukkan 15:30.

 

Er möguleiki að fá bakkana afhenta samdægurs?

Sé pantað samdægurs þarf að hringja í Sóma ( 565 6000 ) og athuga hvort hægt sé að útbúa bakkana á svo stuttum tíma.

Ef Sómi getur afgreitt með svo stuttum fyrirvara þá bætist við 1.500.kr sendingargjald.

 

Eru bílstjórarnir með posa með sér?

Bílstjórarnir okkar eru ekki með posa.

Greiða þarf fyrir vörurnar deginum áður fyrir 15:30 nema um staðgreiðslu með peningum sé að ræða.

Hægt er að greiða með millifærslu eða með því að hringja inn kreditkort.

Hafi greiðsla ekki borist fyrir 15.30 deginum áður fellur pöntunin sjálfkrafa niður.

 

Þarf að greiða fyrir heimsendingu á veislubökkunum?

Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.

 

Ef ég er með spurningu, við hvern á ég að tala?

Þú getur hringt í okkur í síma 565 6000 sent okkur tölvupóst á netfangið somi@somi.is